Stofnendur hafi „unnið frítt“ fyrir ráðuneytið

Tolli Morthens og Gunný Magnúsdóttir.
Tolli Morthens og Gunný Magnúsdóttir. Skjáskot/Facebook

Gunný Magnúsdóttir, þerapisti og eiginkona myndlistarmannsins Tolla, segir í færslu á Facebook að það væri félagsmálaráðherra til sóma að mæta á aðalfund góðgerðarfélagsins Bata á morgun, þar sem eiginmaður hennar og fleiri hafi „unnið frítt“ fyrir ráðuneytið.

„En hvorki hann né nýi dómsmálaráðherrann hafa sett sig í samband við góðgerðarfélagið Bata,“ segir í færslunni.

Gunný segir að góðgerðarfélagið Bati hafi meðal annars verið stofnað af eiginmanni sínum eftir að Ásmundur Einar Daðason, fyrrum félagsmálaráðherra, hafi beðið hann um að koma á fót úrræðahópi fyrir skjólstæðinga fangelsismálastofnunar.

Segir hún hópinn hafa lagt mikla vinnu í að aðstoða ríkisstjórnina. „Ég hef líka orðið vitni af hroka embættismanna sem vilja halda í refsistefnuna og sýnt þessu verkefni andúð.“

Tekur hún fram að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrum dómsmálaráðherra, og Ásmundur Einar hafi viljað styðja góðgerðarfélagið á allan hátt. Tilgangur félagsins er að aðstoða þá sem hafa þurft að sæta réttargæslu við að komast aftur út í samfélagið að lokinni afplánun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert