Engar forsendur til að tengja morð við geðsjúkdóma

Tengsl á milli geðrænna áskoranna og ofbeldis eru ekki til staðar. Mýtunni um tengslin er haldið á lofti af fjölmiðlum og leiknu efni. Þetta segir Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar.

Hann segist skilja að fólk tengi oft saman geðraskanir, stjórnleysi og síðan ofbeldi en að gögn bendi til þess að tengslin séu ekki til staðar. 

Héðinn rifjar upp að dagana eftir að ofbeldisfullt morð var framið í Barðavogi hafi fjölmiðlar stanslaust hringt í hann sem formann Geðhjálpar til að ná fram einhverskonar tengingu við geðsjúkdóm. Hann segist engar forsendur hafa haft til að meta hvort að maðurinn sem framdi ódæðið væri haldinn geðrænum áskorunum. 

Yrðu að birta frétt um þetta

„En það var þessi krafa sem endurspeglaðist í svari fjölmiðlamanneskjunnar um að að þau yrðu bara að birta frétt um þetta, þó að þau sjálf hefðu ekki forsendur til þess,“ segir Héðinn.

Héðinn er gest­ur Karítas­ar Rík­h­arðsdótt­ur í Dag­mál­um þar sem farið er yfir stefn­ur og stefnu­breyt­ing­ar í geðheil­brigðismál­um á Íslandi, rann­sókn­ir og nýj­ar aðferðir við meðferð á ein­kenn­um geðsjúk­dóma og for­dóma sam­fé­lags­ins gagn­vart geðsjúk­dóm­um, svo eitt­hvað sé nefnt. 

Hægt er að horfa á þátt­inn í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert