Frelsissvipti mann vegna peningaskuldar

Maðurinn hlaut tveggja ára fangelsi.
Maðurinn hlaut tveggja ára fangelsi. Samsett mynd

Maður var í gær sakfelldur fyrir að hafa ráðist á tvo menn með ofbeldi og hótunum í því skyni að fá annan þeirra til þess að draga til baka eða breyta framburði sínum í öðru sakamáli. 

Þá var sami maður sakfelldur fyrir að hafa í félagi við þrjá aðra svipt mann frelsi sínu í meira en fimm klukkustundir í því skyni að knýja á um greiðslu peningaskuldar við sig. 

Danglaði með hamri í andlit manns

Héraðsdómur dæmdi manninn í 22 mánaða fangelsi fyrir þessi brot auk annarra ofbeldisbrota en Landsréttur þyngdi dóminn í tveggja ára fangelsi. 

Hann var þá einnig sakfelldur fyrir líkamsárás gegn brotaþola á meðan á frelsissviptingunni stóð. Veitti dæmdi honum ítrekað hnefahögg í andlit og danglaði með hamri í andlit hans og fætur. 

Var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi sem fyrr segir en til frádráttar refsingarinnar kom gæsluvarðhald sem hann sætti. Þá var annar maður sakfelldur fyrir hlutdeild í síðarnefnda brotinu og hlaut hann níu mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert