Mikil gleði í töfragöngu

Krakkarnir skemmtu sér.
Krakkarnir skemmtu sér. mbl.is/Kristvin

Íslenskunámskeiðinu Tungumálatöfrum lauk í dag og í tilefni þess var efnt til skrúðgöngu í Breiðholti, með lúðrasveitina Svan í fararbroddi.

Þema námskeiðsins, sem var fyrir börn á aldrinum sex til níu ára, var allt sem tengdist fuglum og mátti sjá börnin skarta afrekstri námskeiðsins í fögnuðinum.

Foreldrar barnanna stöðu fyrir matarupplifun og var eldaður matur frá ólíkum heimshornum eins og til dæmis Írak, Sýrlandi, Venesúela og Rúmeníu.

Þema námskeiðsins var allt sem tengist fuglum.
Þema námskeiðsins var allt sem tengist fuglum. mbl.is/Kristvin
Krakkarnir sýndu afraksturinn.
Krakkarnir sýndu afraksturinn. mbl.is/Kristvin
Lúðrasveitin Svanur spilaði fyrir gesti og gangandi.
Lúðrasveitin Svanur spilaði fyrir gesti og gangandi. mbl.is/Kristvin
mbl.is