Reykjanesbraut lokað á sunnudagskvöld vegna malbikunar

Reykjanesbraut verður lokað í báðar áttir vegna malbikunarframkvæmda.
Reykjanesbraut verður lokað í báðar áttir vegna malbikunarframkvæmda. mbl.is/​Hari

Sunnudagskvöldið 26. júní og aðfaranótt mánudags 27. júní er stefnt á að malbika kafla á Reykjanesbraut milli Víknavegar og Grænás. Reykjanesbraut verður lokuð í báðar áttir og hjáleiðir verða um Grænásbraut, Flugvallarbraut, Hafnarveg, Njarðarbraut og Grænásveg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 18:00 til kl. 06:00.

Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp samkvæmt lokunarplani.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

mbl.is