Réðst á tvær stúlkur og reyndi að ræna þær

Drengurinn var handtekinn og vistaður á viðeigandi stofnun.
Drengurinn var handtekinn og vistaður á viðeigandi stofnun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ungur drengur í annarlegu ástandi réðst á tvær stúlkur og reyndi að ræna þær í hverfi 108 rétt fyrir miðnætti í gær. Sló hann aðra stúlkuna með krepptum hnefa í andlitið en þær náðu að hlaupa til foreldra sinna. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Drengurinn réðst einnig á föður stúlkunnar sem hann hafði slegið en honum var haldið þegar lögregla kom á vettvang.

Drengurinn var handtekinn og í samráði við foreldra og Barnavernd var hann vistaður á viðeigandi stofnun sökum ástands.

mbl.is