Kalt í dag en 18 stig handan við hornið

Hærri hitatölur eru skammt undan.
Hærri hitatölur eru skammt undan. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fremur svalt verður á landinu í dag, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Þar segir að rigna muni með köflum um norðan- og austanvert landið, en að skúrir verði suðvestanlands, einkum síðdegis.

Austlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og skúrir á víð og dreif á morgun, en norðaustan 8-13 með rigningu suðaustantil. Hiti yfirleitt 10 til 16 stig,“ segir í hugleiðingunum en þar er horft alla leið til miðvikudags: 

Á miðvikudag er útlit fyrir fremur hæga norðanátt. Dálítil væta austanlands og líklega þokuloft við norðurströndina. Bjart með köflum á suðvestanverðu landinu, en þar má búast við stöku síðdegisskúrum. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á Suðvesturlandi.“

Veðurvefur mbl.is

mbl.is