Skjálfti af stærð 3,3 í Bárðarbungu

Horft til norðurs eftir Bárðarbungu.
Horft til norðurs eftir Bárðarbungu. mbl.is/Árni Sæberg

Skjálfti af stærð 3,3 varð í norðanverðri öskju Bárðarbungu þegar klukkuna vantaði 11 mínútur í sex í morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands eru skjálftar sem þessir nokkuð reglulegir í Bárðarbungu. Engar tilkynningar bárust um að skjálftinn hafi fundist í byggð.

mbl.is