17 löggiltar iðngreinar felldar niður eða þeim breytt

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. mbl.is/Kristófer Liljar

Oecd hefur bent á að Ísland eigi heimsmet í fjölda iðngreina sem krefjast löggildingar. Stofnunin gerði tillögur til úrbóta, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Þetta er heimsmet sem við eigum ekki að sækjast eftir að eiga. Það býr til óþarfa takmarkanir í atvinnulífinu og dregur úr samkeppnishæfni okkar,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Í dag er birt í Samráðsgátt stjórnvalda tillaga Áslaugar Örnu að breytingu á reglugerð um löggiltar iðngreinar. Tillagan felur í sér að sautján iðngreinar verði felldar af lista yfir löggiltar iðngreinar. Af þeim verði átta felldar undir eða sameinaðar skyldum iðngreinum.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag, þriðjudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert