Ekki hægt að útiloka hryðjuverk á Íslandi

Krónprinsessan Mette-Marit kveikir á kerti við minningarathöfn vegna atburðanna.
Krónprinsessan Mette-Marit kveikir á kerti við minningarathöfn vegna atburðanna. AFP/Javad Parsa

„Meginmunurinn á heimildum norsku öryggislögreglunnar [PST] og íslensku greiningardeildarinnar felst í því að starfsemi PST er skilgreind í norsku lögreglulögunum og þar lögbundið hvaða upplýsingum hún safnar og á hvaða grundvelli,“ segir Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í greiningardeild ríkislögreglustjóra, spurður út í rannsóknarheimildir norskrar og íslenskrar lögreglu og muninn þar á.

Runólfur ræðir við Morgunblaðið í dag um nýafstaðna hörmungaratburði í Ósló um helgina og kveður fulla þörf á að fara yfir rannsóknarheimildir íslenskrar lögreglu miðað við núverandi heimsmynd.

„Við erum auðvitað ekki alveg á sama stað hvað varðar hryðjuverkaógn og Noregur og Danmörk og önnur nágrannalönd okkar. Við erum ekki með þessa svokölluðu heimsnúnu vígamenn sem skandinavísku ríkin hafa mátt glíma við, fólk sem fer að heiman til að berjast með hryðjuverkasamtökum og kemur svo aftur til heimalandsins. Þetta sjáum við ekki enn þá á Íslandi,“ segir aðstoðaryfirlögregluþjónninn, inntur eftir því hvort íslensk löggæsla standi höllum fæti miðað við nágrannaþjóðir.

Runólfur leggur ríka áherslu á að gamli hugsunarhátturinn, að svona lagað gerist ekki á Íslandi, sé skammgóður vermir í harðnandi heimi hryðjuverka og ofbeldis. Hann kveður íslenska lögreglu þurfa rýmri heimildir til að sinna sínu afbrotavarnahlutverki og tryggja öryggi alls almennings.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag, þriðjudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina