Fjölmargir sektaðir í Laugardalnum

Horft yfir Fjölskyldugarðinn í Laugardalnum.
Horft yfir Fjölskyldugarðinn í Laugardalnum. mbl.is/Hallur Már

Enn vefst fyrir ökumönnum að leggja löglega í Laugardalnum, en ástandið um helgina var í verra lagi. Höfð voru afskipti af um 150 ökutækjum á laugardag, sem öllum var lagt ólöglega, en eigenda/umráðamanna þeirra bíður nú 10 þúsund kr. sekt fyrir stöðubrot.

Þetta kemur fram í facebook-færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þar segir enn fremur að fjölda bílastæða sé að finna á svæðinu og voru mörg þeirra vannýtt um helgina.

Það er ekki bílastæðaskortur í Laugardalnum.
Það er ekki bílastæðaskortur í Laugardalnum. Ljósmynd/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Birt er kort af bílasvæðum í Laugardalnum og er fólk hvatt til að kynna sér það vel en þar má samtals finna 1.700 bílastæði.

mbl.is