Séra Gísli kjörinn vígslubiskup

Gísli Gunnarsson, nýkjörinn vígslubiskup á Hólum.
Gísli Gunnarsson, nýkjörinn vígslubiskup á Hólum. mbl.is/Sigurður Bogi

Gísli Gunnarsson, sóknarprestur í Glaumbæ í Skagafirði, hefur verið kjörinn vígslubiskup á Hólum. Hann fékk 62% atkvæða en séra Þorgrímur Daníelsson á Grenjaðarstað fékk 36%.

Kosningu til vígslubiskups á Hólum lauk á hádegi í dag, 28. Júní. Tveir voru í framboði og féllu atkvæði þannig:

Sr. Gísli Gunnarsson fékk 316 atkvæði, eða 62.36% Sr. Þorgrímur Daníelsson fékk 184 atkvæði, eða 36,15%. 9 tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru 740 og greiddu 509 atkvæði, eða 68,78%.

Kjörstjórn kirkjunnar hefur staðfest niðurstöðu kosninganna og er Gísli Gunnarsson rétt kjörinn vígslubiskup á Hólum.

mbl.is