100 ökumenn sektaðir vegna nagladekkja

Þrátt fyrir að ökumenn hafi verið varaðir við hafa um eitt hundrað þeirra verið sektaðir á höfuðborgarsvæðinu vegna aksturs á nagladekkjum frá 18. maí.

Sektin nemur 20 þúsund krónum á hvert nagladekk.

Um þriðjungur ökumannanna var stöðvaður í júní, að því er lögreglan greinir frá á facebooksíðu sinni, og því ástæða til að minna á þetta. 

mbl.is