Arnar Grant vísar ásökunum þremenninganna á bug

Arnar Grant vísar ásökunum Ara Edwalds, Hreggviðar Jónssonar og Þórðar …
Arnar Grant vísar ásökunum Ara Edwalds, Hreggviðar Jónssonar og Þórðar Más Jóhannessonar á bug. mbl.is/Kristinn Magnússon

Arnar Grant vísar á bug ásökunum Ara Edwalds, Hreggviðar Jóns­sonar og Þórðar Más Jó­hann­es­sonar um að hann ásamt Vítalíu Lazarevu hafi gert tilraun til fjárkúgunar.

Þremenningarnir hafa kært Vítal­íu Lazarevu og Arn­ar Grant fyr­ir til­raun til fjár­kúg­un­ar, hót­an­ir og brot gegn friðhelgi einka­lífs­ins. 

Málið snert­ir sam­kvæmi í sum­ar­bú­stað í Skorra­dal í októ­ber 2020 en eins og áður hef­ur komið fram í fjöl­miðlum hef­ur Vítal­ía sagt að brotið hafi verið á henni í sam­kvæm­inu. Hún birti nöfn Ara, Hreggviðs, Þórðar Más og Arn­ars Grants með færslu sem hún setti á sam­fé­lags­miðil­inn In­sta­gram um ári síðar. Færsl­an var tek­in niður sam­dæg­urs. 

Vísar þeim á bug

Arnar Grant vísar þessum ásökunum á bug samkvæmt skriflegri yfirlýsingu þess efnis sem hann lét Vísi í té. 

„Að gefnu tilefni:

Ég vísa á bug aðdróttunum þar sem reynt er að bendla mig við fjárkúgun í tengslum við kynferðisafbrotamál. Þetta er fráleit tilraun til að afvegaleiða umræðuna og draga úr trúverðugleika mínum sem lykilvitni í málinu,“ segir Arnar Grant. 

mbl.is