Einn fær tvær milljónir og annar litlu minna

Enginn var með 1. vinning að þessu sinni í útdrætti kvöldsins í Víkingalottó en einn heppinn miðahafi í Finnlandi var með 2. vinning og fær rúmlega 71 milljón króna. 

Hinn alíslenski 3. vinningur gekk einnig út í kvöld og fékk heppinn Íslendingur 1,8 milljónir í vasann en miðann keypti hann í Lottó-appinu.

Einn heppinn áskrifandi var þá með 1. vinning í Jókernum og fær 2 milljónir króna. Þá voru tveir miðahafar með 2. vinning og fá 100 þúsund krónur hvor en miðarnir voru keyptir í Hagkaup Furuvöllum og í Appinu.

mbl.is