Harmonikkuleikarinn þótti kunna of fá lög

Lögreglustöðin á Hverfisgötu.
Lögreglustöðin á Hverfisgötu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um mann að spila á harmonikku í miðbænum. Þótti tilkynnanda tónlistarmaðurinn bæði hávær og kunna allt of fá lög.

Kemur fram í dagbók lögreglu að hún hafi farið og rætt við aðilann, sem hafi fært sig um set.

Neitaði að greiða

Þá var einnig tilkynnt um fjársvik í hverfi 105 en þar hafði hótelgestur neitað að greiða reikning sinn og fór lögreglan á vettvang.

Lögreglunni barst auk þess tilkynning um ofurölvi mann í miðbænum í dag og segir að hann hafi verið vakinn og hann þá farið sína leið.

mbl.is