Hissa að sjá tillögu að breytingum

Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar.
Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar. Ljósmynd/Aðsend

Samiðn og Samtök iðnaðarins gera hvor tveggja athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á reglugerð um fækkun löggiltra iðngreina, en breytingartillaga Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra birtist í samráðsgátt stjórnvalda í gær. Þar er lagt til að níu greinar verði afnumdar og átta felldar undir skyldar greinar.

Hilmar Harðarson formaður Samiðnar segir í samtali við Morgunblaðið að hann sé óánægður með tillöguna og hún hafi ekki verið gerð í samtali við þá og önnur samtök í atvinnulífinu. „Við erum ekki sáttir við hvernig þetta er unnið,“ segir Hilmar og bendir á að hann og aðrir hefðu viljað endurskoða allan iðngreinaflokkinn og hafa Samtök iðnaðarmanna með í þessari vinnu. „Kannski finnst okkur skrítið að þetta hafi verið bútað svona niður,“ tekur Hilmar fram en bætir þó við að þeir séu rétt byrjaðir að skoða þetta og hafi ekki komist í að skoða greinar tillögunnar efnislega. Bendir hann á að þeir hafi séð þetta fyrst á samráðsgátt stjórnvalda eins og allir aðrir, og að heppilegra hefði verið ef stjórnvöld hefðu haft samband áður en tillagan birtist þar.

Segir Hilmar að hún hafi ekki verið unnin í neinu samráði við þá og þeir ætli að óska eftir meiri tíma til að bregðast við þessari tillögu. Að hans mati skýtur það skökku við að afnema greinar sem ekki hefur verið útskrifað úr hér á landi á síðustu árum. Spurður hvort réttindi iðnaðarmanna fari forgörðum við þessar breytingar segist Hilmar ekki geta tjáð sig strax um það og ítrekar að sér hafi ekki gefist tími til að skoða breytingarnar efnislega.

Nánar er rætt við Hilmar í Morgunblaðinu í dag, miðvikudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »