Halfiði Breiðfjörð ritstjóri íþróttavefsins fotbolti.net hitti í kvöld í fyrsta skipti úkraínskan mann sem unnið hefur fyrir vefinn í 19 ár sem forritari.
Þessu greinir hann frá á Twitter.
„Í 19 ár hef ég haft starfsmann í fullu starfi við fotbolti.net en aldrei náð að hitta hann. Mann frá Úkraínu sem forritar vefinn. Þar sem ég var að fylgja Íslandi eftir leikinn í Póllandi náðum við loksins að hittast í gær. Konan hans með okkur á mynd. Mjög gaman!“ skrifaði hann í kvöld.
Hafliði var á leik kvennalandsliðsins sem lagði Pólland í dag 3:1.