Rýmri heimildir fyrir lögregluna

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra kveðst sammála Runólfi Þórhallssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni í greiningardeild ríkislögreglustjóra, um að rýmri rannsóknarheimilda íslenskrar lögreglu sé þörf, miðað við núverandi heimsmynd.

„Við erum með frumvarp nánast tilbúið sem verður lagt fram strax í haust, um víðtækar heimildir lögreglu. Ég tel þetta mjög mikilvægt,“ segir Jón og bendir á að það hafi verið tilbúið í vor en ekki gefist tími til að leggja það fram vegna þess hve þingstörf gengu hægt.

Spurður hvort frumvarpið innihaldi rýmri heimildir til að afla upplýsinga svo hægt sé að meta stöðuna hvað varðar hryðjuverkaógn á Íslandi svarar Jón því játandi. Hann segir víðtækar heimildir í þessu samhengi vera til samræmis við það sem þekkist hjá lögreglu í nágrannalöndum okkar og bendir á að það sé „einkenni þessarar skipulögðu glæpastarfsemi að hún virðir engin landamæri“.

Lengri umfjöllun um málið er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert