Þrefaldur munur á tilboðum

Dæla þarf upp töluverðu magni af sandi í og við …
Dæla þarf upp töluverðu magni af sandi í og við Landeyjahöfn á hverju ári til að halda siglingaleiðinni opinni fyrir ferjuna. Morgunblaðið/Styrmir Kári

Gríðarmikill munur er á tilboðum sem Vegagerðin fékk í viðhaldsdýpkun Landeyjahafnar næstu þrjú árin, 2022 til 2025. Lægsta tilboðið var 16% yfir áætlun Vegagerðarinnar en næstlægsta tilboð var meira en tvöfalt hærra og þriðja tilboðið meira en þrefalt hærra en áætlun Vegagerðarinnar.

Áætlað er að dýpka þurfi um 600 til 900 þúsund rúmmetra á þessu árabili. Verkið var boðið út á Evrópska efnahagssvæðinu.

Björgun ehf. býðst til að vinna verkið fyrir 1.079 milljónir króna, sem er 151 milljón eða 16% yfir áætlun Vegagerðarinnar. Fyrirtækið keypti nýlega nýtt og öflugt sanddæluskip, Álfsnes, til að geta staðist kröfur sem gerðar eru í útboðslýsingu um tæki sem nota á við dýpkunina.

Danir með hæsta tilboð

Næstlægsta tilboð er frá belgíska stórfyrirtækinu Jan De Nul nv, 2.105 milljónir króna, sem er liðlega tvöfalt hærra en áætlun Vegagerðarinnar. Belgíska fyrirtækið annaðist dýpkun í Landeyjahöfn á árunum 2015-2017.

Þriðji bjóðandinn var danska fyrirtækið Rohde Nielsen A/S. Hann bauð 3.148 milljónir króna, sem er meira en þreföld áætlun Vegagerðarinnar. Rohde Nielsen annaðist dýpkun í tvo mánuði í byrjun árs 2020 og notaði til þess skipið Trud R.

Nánari útreikningar og frávikstilboð verða birt síðar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag, miðvikudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »