ÁTVR telur dreifingu Heimkaupa ólöglega

Úr hillum ÁTVR.
Úr hillum ÁTVR. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Heimkaup hófu í gær að dreifa bjór, léttvíni og öðru áfengi í heimsendingu. Það er í fyrsta sinn sem hægt er að kaupa vín í stórvörumarkaði hér á landi, að sögn Heimkaupa. Fyrst um sinn verður boðið upp á áfengi frá innlendum birgjum. Kaupin eru gerð í gegnum danska fyrirtækið Heimkaup ApS sem selur áfengið. Heimkaup (Wedo ehf.) dreifa þessum vörum til kaupenda líkt og öðru sem keypt er í vefverslun Heimkaupa.

Enn bætast því við fleiri einkaaðilar sem taka við pöntunum og dreifa áfengi til sinna viðskiptavina. Má þar nefna Santewines og Nýju vínbúðina sem dæmi, en þessir aðilar afgreiða sína viðskiptavini oft utan hefðbundins afgreiðslutíma í verslunum ÁTVR.

Vitnað er í Pálma Jónsson, forstjóra Heimkaupa, í tilkynningu þar sem hann segir að ánægjulegt sé að geta boðið viðskiptavinum upp á þessa þjónustu fram á kvöld á virkum dögum og um helgar. Hann segir einnig að strangt eftirlit sé haft með áfengissölunni. Hver viðskiptavinur þurfi að samþykkja hana með rafrænum skilríkjum og einungis þeir sem geta sýnt fram á löglegan aldur með skilríkjum fái vöruna afhenta.

Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR.
Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR. Ljósmynd/atvr.is/Vigfús Birgisson

Telur viðskiptin vera ólögleg

Leitað var viðbragða við þessu hjá ÁTVR – Vínbúðinni. Sigrún Ósk Sigurðardóttir aðstoðarforstjóri segir að afstaða ÁTVR til slíkra viðskipta með áfengi hafi þegar komið fram. „Við teljum að þetta standist ekki lög,“ segir Sigrún Ósk.

Sem kunnugt er höfðaði ÁTVR mál gegn nokkrum vefverslunum sem seldu áfengi og krafðist þess að þeim yrði bannað að stunda slíka smásölu áfengis. Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði málinu frá 18. mars sl. vegna þess að ÁTVR hefði ekki sýnt fram á að stofnunin hefði lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. ÁTVR áfrýjaði úrskurði héraðsdóms til Landsréttar.

Verkefni stjórnvalda

Sigrún segir að ef ÁTVR eigi ekki aðild að málinu þá sé það væntanlega verkefni annarra stjórnvalda að hafa eftirlit með lögum og fá úr því skorið hvort þetta er löglegt eða ólöglegt. Hún á ekki von á því að ÁTVR grípi til frekari aðgerða vegna þessa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »