Eldur í bíl við leikskóla

Eldur í bíl við Vesturberg 74 í nótt. Myndin er …
Eldur í bíl við Vesturberg 74 í nótt. Myndin er skjáskot af streymi úr myndavél slökkvibíls á vettvangi. Aðalstjórn slökkviliðsins getur nýtt þessa tækni til að meta umfang verkefna hverju sinni. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Eldur kom upp í bíl við leikskóla í Vesturbergi 74 í Breiðholti í nótt.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út til þess að slökkva eldinn á milli klukkan eitt og tvö í nótt.

Kristján Sigfússon, innivarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við mbl.is að eldurinn hafi verið inni í fólksbíl en engin sérstök hætta hafi stafað að. Lítill reykur hafi komið frá bílnum og eldur verið innandyra sem gekk fljótt að slökkva.

„Yfirleitt ef það kviknar í innréttingum í svona bílum eru þeir mjög illa farnir,“ segir Kristján en ekki liggur nákvæmlega fyrir hvert ástand bílsins sé eftir eldinn.

Fjögur útköll í nótt

Að sögn Kristjáns var um að ræða lítið útkall en ekki eru taldar vera skemmdir á öðrum bílum. Ekki er vitað hver upptök eldsins voru.

Á Facebook síðu slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að fjórum útköllum hafi verið sinnt í nótt. Að auki eldsins í bílnum kom m.a. upp eldur í gróðri í Elliðárdalnum og minniháttar eldur út frá eldamennsku.

mbl.is