Hættustigi lýst yfir á Keflavíkurflugvelli

Frá Leifsstöð.
Frá Leifsstöð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hættustigi var lýst yfir á Keflavíkurflugvelli á níunda tímanum í kvöld þegar neyðarkall barst frá fraktflutningavél á vegum Air Atlanta. 

Að sögn Isavia kom upp bilun í vélinni sem varð til þess að ákveðið var að lenda henni og gekk lendingin vel.

„Það sem skiptir máli er að áhafnarmeðlimir lentu öruggir,“ segir Grettir Gautason, staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia.

Ríkisútvarpið greindi frá því að grunur hefði verið um að eldur hefði komið upp í vélinni. Stuttu fyrir klukkan 21 var síðan staðfest að enginn eldur hefði verið um borð, en um er að ræða vél af gerðinni Boeing 747.

Liggur nú málið á borði rannsóknarnefndar samgönguslysa.

Vöruflutningaþota Air Atlanta af gerðinni Boeing 747-400. Mynd úr safni.
Vöruflutningaþota Air Atlanta af gerðinni Boeing 747-400. Mynd úr safni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert