„Hraustlegar skúrir“ eftir hádegi

Gera má ráð fyrir hraustlegum skúrum inn til landsins í …
Gera má ráð fyrir hraustlegum skúrum inn til landsins í dag. M.a. er útlit fyrir rigningu eftir hádegi á Mývatni. mbl.is/RAX

Veðurstofa Íslands spáir fremur hægri suðlægri eða breytilegri átt í dag og rigningu öðru hverju. Inn til landsins má búast við „hraustlegum skúrum eftir hádegi.“

Þá spáir veðurstofan 10 til 17 stiga hita en þokubökkum og heldur svalara veðri við norður- og austurströndina.

„Vestlægari vindur á morgun og að mörgu leyti svipað veður, skýjað með köflum og víða líkur á skúrum, einkum síðdegis inn til landsins,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert