Kenna ætti fleiri iðngreinar hér

Eggert feldskeri.
Eggert feldskeri. mbl.is/Árni Sæberg

„Mér finnst það vera spurning fyrir ráðherrann að fjölga heldur námsbrautum svo fólk geti lært fleiri iðngreinar hér heima frekar en að afnema löggildingu iðngreina. Það felst kannski einhver nýsköpun í því að fella niður löggildingar fremur en að kenna iðnirnar,“ segir Eggert Jóhannsson feldskurðarmeistari. Hann er óánægður með reglugerðardrög háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um löggiltar iðngreinar. M.a. er lagt til að fella niður löggildingu feldskurðariðnar.

Eggert nam feldskurð í London í tvö ár en færði sig til Svíþjóðar og úrskrifaðist sem feldskurðarmeistari frá einu virtasta feldskurðarfyrirtæki heims, Mattsons í Malmö. Hann fékk síðan meistarabréf hér heima og hefur rekið Eggert feldskera frá árinu 1977. Hann var með margt fólk í vinnu þegar mest var að gera. Feldskurður er löggilt iðngrein í öllum helstu nágrannalöndum okkar. Eggert hefur ekki tekið íslenska nema í feldskurði.

„Fólk hefur sýnt áhuga á að læra iðnina, en það hefur vantað námsbraut í iðnskóla til að geta lokið náminu,“ segir Eggert.

Lengra viðtal við hann er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »