Ekki víst hvar Eggin verða geymd

Egg í Gleðivík.
Egg í Gleðivík. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings, segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvort útilistarverkið Eggin í Gleðivík eftir Sigurð Guðmundsson listamann verði komið fyrir á öðrum stað eftir að ferðamaður lét lífið í Djúpavog.

Mikil umferð ferðamanna er um svæðið vegna verksins sem hafa mikið aðdráttarafl.

„Ákvörðun hefur ekki verið tekin en það var samdóma álit okkar Sigurðar að það væri æskilegt að gera það, það er verkefni heimastjórnar og Sigurðar að setjast yfir þetta og finna fyrir þetta nýjan stað,“ segir Björn.

Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings.
Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings. Ljósmynd/Aðsend

Hefði líklegast ekki verið á svæðinu

Björn segir að líklegast hefði ferðamaðurinn, sem lét lífið á dögunum eftir að hann varð fyrir lyftara, ekki verið á svæðinu ef ekki hefði verið fyrir listaverkin.

„Þessi listaverk eru mjög áhugaverð og ferðamenn fara þarna um og skoða þau og taka af þeim myndir. Væntanlega hefðu ferðamennirnir ekki verið á þessum slóðum ef listaverkin hefðu ekki verið til staðar.“

Að mati sveitarstjórans þarf að finna varanlega lausn á málinu en hugmyndir séu uppi um hvert listaverkunum yrði komið fyrir.

mbl.is