Eldsvoði í Grafarholti

Slökkvilið á vettvangi í Grafarholti nú á níunda tímanum.
Slökkvilið á vettvangi í Grafarholti nú á níunda tímanum. mbl.is/Sigurður Bogi

Eldur kom upp í kvöld inni á milli hitaveitutankanna á Grafarholti í Reykjavík. Svo virðist sem eldurinn hafi kviknað í tækjabúnaði sem hefur líklega verið notaður við að viðgerð á tönkunum. 

Þetta segir Kristján Sigfússon, varðstjóri stoðdeildar hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. 

Töluverður svartur reykur steig upp af svæðinu og voru því bílar frá öllum stöðvum slökkviliðsins sendir á svæðið.

Að minnsta kosti þrír bílar eru á vettvangi og vinnur slökkviliðið nú að því að sprauta froðu á eldinn. Að sögn Kristjáns hefur að mestu leyti náð að slökkva eldinn og er enginn í hættu. 

Ekki er vitað hvernig eldurinn kviknaði.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Horft að Grafarholti af Vesturlandsvegi.
Horft að Grafarholti af Vesturlandsvegi. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert