Margir á Suðurland

Langar lestir og margir verða með farhýsi í eftirdragi.
Langar lestir og margir verða með farhýsi í eftirdragi. mbl.is/Jón Helgi

Búast má við að fjöldi ferðafólks verði á Suðurlandi á næstu dögum, samanber að fyrsta helgi júlí er jafnan vinsæl til ferðalaga. Reiknað er með að margir muni verða á tjaldsvæðum og dveljast til dæmis á Þingvöllum, Reykholti í Biskupstungum, Flúðum, Brautarholti á Skeiðum, Laugalandi í Holtum og víðar. Þá dveljast þúsundir í sumarhúsum, til dæmis í uppsveitum Árnessýslu. Á þessum slóðum og víðar verður lögreglan alla helgina, til eftirlits og inngripa ef við á.

„Sjálfsagt verður talsverður erill hér um helgina,“ segir Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að ungt fólk sé nú að fá sína fyrstu útborgun í sumarstarfi og þá fari margir í útilegu og skemmtun. Vonandi gangi þó allt stórslysalaut. Þá má búast við að fjörugt gæti orðið um aðra helgi en þá verða á Suðurlandi tónlistarhátíðin Kótelettan á Selfossi og Landsmót hestamanna á Gaddstaðaflötum við Hellu.

Lengri umfjöllun um málið má finna í Morgunblaðinu í dag, föstudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »