Stjórnarhættir breyttust eftir upptöku kynjakvóta

Auður Arna Auðursdóttir, dósent við Háskólann í Reykjavík og Þröstur …
Auður Arna Auðursdóttir, dósent við Háskólann í Reykjavík og Þröstur Ólaf Sigurjónsson, prófessor við Háskóla Íslands. Samsett mynd

Karlkyns stjórnarmenn voru mikið ánægðari með lagasetningu kynjakvóta í stjórnarstöðum árið 2014, ári eftir að lögin gengu í gildi, en voru almennt neikvæðari fyrir breytingunni þegar lögin voru upphaflega samþykkt árið 2010.

Þessar niðurstöður voru kynntar í nýjasta hefti Tímarits um viðskipti og efnahagsmál sem kom út á þriðjudag. Auður Arna Arnarsdóttir, dósent við Háskólann í Reykjavík og Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við Háskóla Íslands, birta þar niðurstöður rannsóknar um áhrif kynjakvóta á stjórnarbrag að mati stjórnarmanna.

„Lagasetning sem þessi var stórt inngrip á sínum tíma. Þess vegna vöknuðu spurningar um það hvaða áhrif breytt samsetning stjórna myndi hafa á fyrirtæki, starfsfólk og samfélagið,“ segir Þröstur Olaf. Rafræn könnun var send stjórnarmönnum 300 stærstu íslensku fyrirtækjanna ári eftir lögleiðingu laga um kynjakvóta.

Upplifa bætta stjórnarhætti í kjölfar kynjakvóta

Eitt helsta markmið rannsóknarinnar var að meta viðhorf stjórnarmanna annars vegar til þess hvort að fjölgun kvenna í stjórnum fyrirtækja hafi leitt til aukinnar fjölbreytni í umræðu við stjórnarborðið og bættrar ákvarðanatöku. Hins vegar til þess hvort breytingar hafi orðið á hlutverki stjórna að veita aðhald.

Niðurstöðurnar sýna að stefnumótunar- og eftirlitshlutverk stjórna breyttist í kjölfar tilkomu kynjakvótans að mati stjórnarmanna. Niðurstöðurnar sýna jafnframt að viðhorf karlkyns stjórnarmanna til kynjakvótans breyttist eftir innleiðingu laganna og varð jákvæðara en áður.

„Frá því að lögin voru innleidd á Íslandi þá hefur umræða um lög um kynjakvóta verið í gangi víða erlendis. Nú eftir samtal sem tekið hefur yfir áratug, virðist hafa náðst samkomulag (political agreement) innan Evrópusambandsins um að fara leið kynjakvótans,” segir Auður Arna, en Evrópusambandið samþykkti þann 7. júní sem kveður á um 40/60 kynjakvóta í skráðum félögum í Evrópu, sem nást skal fyrir árið 2026 í síðasta lagi.

mbl.is