Suðurlandið að mestu leyti bjart um helgina

Það verður skýjað með köflum um helgina, en sólargeislarnir láta …
Það verður skýjað með köflum um helgina, en sólargeislarnir láta sjá sig. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Veður verður breytilegt eftir landshlutum um helgina, en alla jafna verður skýjað þótt stöku sinnum láti sólin sjá sig,“ segir Marcel de Vries, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. 

Á höfuðborgarsvæðinu verður skýjað með köflum yfir alla helgina og verður hitastigið á bilinu 10-14 gráður á morgun, en mun svalara á sunnudag. Vindur kemur úr norðvestanátt. 

Sídegisskúrir um allt land

Suðurlandið verður að mestu leyti bjart og hitastig nær 15 gráðum, en skýjar þegar líður á helgina og dálitlar skúrir á sunnudag. 

Á norðaustanverðu landinu verður kaldara en á öðrum landshlutum yfir helgina og fer hitinn ekki ofar 9 gráðum. Á austanverðu landi má búast við rigningu og einnig verða stöku síðdegisskúrir í öllum landshlutum.  

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert