Verri matarvenjur í kjölfar faraldurs

Neysluvenjur háskólanema tóku miklum breytingum í Covid-19 faraldinum
Neysluvenjur háskólanema tóku miklum breytingum í Covid-19 faraldinum mbl.is/Eyþór Árnason

Um helmingur háskólanema á menntavísindasviði segir fæðuvenjur sínar hafa breyst á neikvæðan hátt í kjölfar Covid-19 faraldursins.

Þetta kemur fram í rannsókn sem kennarar og starfsmenn menntavísindasviðs Háskóla Íslands standa baki að og var spurningalisti sendur nemendum fyrsta árs í janúar í fyrra. Spurt var um almenna líðan og heilsu ásamt breytingum á neysluvenjum, s.s. koffínneyslu og áfengisdrykkju. 

„Margir leita í mat til huggunar“

„Við vildum komast að því hvernig nemendur okkar höfðu það á tímum faraldursins,“ segir Gréta Jakobsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, en hún fjallaði um rannsóknina í erindi sínu á norrænu lýðheilsuráðstefnunni sem haldin er í þrettánda skiptið þessa viku í Hörpu. 

„Fólk borðaði væntanlega meira heima hjá sér og mörgum leið illa eða leiddist, en margir eiga það til að leita í mat til huggunar," segir Gréta. Hún telur það líklegt að slæm líðan sé nátengd verri neysluvenjum þar sem mikil samsvörun var á milli þeirra samkvæmt rannsókninni. 

Meira en helmingur nemenda sögðu geðheilsu sína hafa farið hnígandi frá byrjun faraldursins, en mun fleiri strákum fannst líkamlegri heilsu þeirra hafa hrakað.

Um fjórðungur háskólanema sagði koffínneyslu sína hafa aukist í kjölfar …
Um fjórðungur háskólanema sagði koffínneyslu sína hafa aukist í kjölfar faraldursins. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Ásamt breytingum á fæðuvali hafði covid-19 faraldurinn áhrif á koffínneyslu nemenda, en um 26% sagði neysluna hafa aukist, en 19% hópsins sig hafa dregið úr henni. 

Áfengisdrykkja meðal nemenda minnkaði töluvert á tímum faraldsins og svaraði 40% hópsins því játandi, en Gréta segir það gefa til kynna að lifandi félagslíf sé beintengt neyslu nemenda á áfengi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert