Allt í toppmálum á goslokahátíðinni

Hátíðin hefur farið fram með sóma.
Hátíðin hefur farið fram með sóma. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Goslokahátíðin í Vestmannaeyjum hefur gengið ljómandi vel að sögn Ernu Georgsdóttur, sem skipar sæti í goslokanefnd Vestmannaeyjabæjar. Lögreglan í Vestmannaeyjum tekur undir þetta.

Landsbankinn kostaði tónleika.
Landsbankinn kostaði tónleika. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

„Veðrið er frábært og allir til fyrirmyndar hjá okkur. Það iðar allt af lífi og það er fullt af fólki. Það er fullbókað á sumum gististöðunum og margir gestir í heimahúsum og tjaldsvæði,“ segir Erna í samtali við blaðamann mbl.is.

Fólk gat farið í hestvagn.
Fólk gat farið í hestvagn. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Dagskrá hátíðarinnar er í fullum gangi en hátíðinni lýkur á morgun. Að sögn Ernu bíða margir spenntir eftir útiballinu á Skipasandi sem haldið er í kvöld, þar munu hljómsveitirnar Merkúr og Allt í einu halda uppi stemningunni.

Pulsa og Appelsín klikkar ekki.
Pulsa og Appelsín klikkar ekki. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson
mbl.is