Milljónirnar tuttugu gengu ekki út

Frysti vinningur gekk ekki út.
Frysti vinningur gekk ekki út.

Fyrsti vinningur í Lottó gekk ekki út í kvöld þar sem 20.415.460 krónur voru í pottinum. Potturinn verður því enn stærri í næstu viku. 

Einn hlaut annan vinning upp á 540 þúsund krónur og var sá miði keyptur í áskrift.

Einn heppinn miðaeigandi hreppti fyrsta vinning í Jóker í kvöld upp á tvær milljónir. Var miðinn keyptur í Happahúsinu í Kringlunni. 

Fjórir voru með fjórar tölur réttar í röð í Jókernum og fengu hundrað þúsund krónur í sinn hlut hver. 

mbl.is