Netsvindlið vandaðra en líka ósvífnara

Netsvindl, þar sem glæpamenn þykjast vera íslensk fyrirtæki og svíkja fé út úr fólki, hefur aukist mikið að undaförnu. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir að tilkynningum til samtakanna hafi fjölgað mikið og ljóst sé að aðferðir svindlaranna séu orðnar vandaðri en um leið ósvífnara. Í Dagmálaþætti dagsins fer hann yfir nokkur dæmi um svindl sem ekki hefur tekist að stöðva.

Breki segir að fólk á öllum aldri og með ólíkan bakgrunn hafi orðið fórnarlömb glæpamanna sem stunda þessa iðju. Á heimasíðu Neytendasamtakanna er að finna ráðleggingar og ábendingar til fólks um hvernig sé hægt að auka líkur á að átta sig á svikunum þegar þau beinast að fólki. Hér má sjá stutt myndskeið úr þætti dagsins þar sem Breki talar um netsvindl.

Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur áskrifendum Morgunblaðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert