„Óvenju margir sem þarf að sekta“

Akstur á negldum dekkjum er ekki heimilaður frá 15. apríl …
Akstur á negldum dekkjum er ekki heimilaður frá 15. apríl til 31. október, mbl.is/Árni Sæberg

Um hundrað ökumenn hafa verið sektaðir fyrir akstur á negldum dekkjum og gengur hægt að draga úr brotunum, en sektin getur numið allt að 80 þúsund krónum. Þetta segir Guðbrandur Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn við mbl.is og bætir við að greinilega sé ástæða til að minna fólk á þetta.

„Þetta eru óvenju margir sem þarf að sekta svona þegar fer á líða á mitt sumarið, en sektin er það há að við hvetjum fólk til þess að nota frekar þennan pening í ný dekk, þar sem negld dekk valda svifryki og slíta göturnar," segir Guðbrandur. 

Töluverður fjöldi var enn þá á nagladekkjum í maí, en þriðjung­ur öku­mann­anna var stöðvaður í júní, að því er lög­regl­an grein­ir frá í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert