Aukakílóin rafbílum til trafala

Varast skal að rafbílarnir fari ekki í yfirþyngd.
Varast skal að rafbílarnir fari ekki í yfirþyngd.

Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, bendir á margir séu ekki meðvitaðir um raungetu bíla til burðar og dráttar. Þá séu smærri rafmagnsbílar orðnir hátt í 50% þyngri en fyrirrennarar þeirra en burðargeta bílanna hafi ekki verið hækkuð í tak við aukna þyngd.

„En rétt hleðsla í takt við fyrirmæli framleiðenda getur skipt sköpum fyrir rétt virkni stýringu, hemla ásamt auknu álagi og sliti á hjólabúnað bílsins í heild sinni,“ stendur í tilkynningu.

Burðargetu er ábótavant

Þá segir að reglulega hafi verið bent á að framleiðendur hafi ekki hækkað burðargetu bílana og sýnir niðurstaða NAF, norsku systursamtaka FÍB, að burðargetu rafbílana er ábótavant í flestum tilfellum.

„Flestir stærri rafmagnsbílar hafa einnig dráttargetu fyrir eftirvagn og þarf því að reikna með þeirri þyngd sem leggst aukalega á dráttarkúluna og getur hæglega orðið 70 kg en burðargeta dráttarbeislis er á bilinu 40 – 100 kg. Sama gildir um farangursbox og reiðhjólafestingar á þak bílsins eða dráttarkúlu, allt eykur þetta á þyngd og liggja þær tölur fyrir í skráningarskírteini bílsins.“

Þá er vakin athygli á því að sektir við akstur á bifreið sem ofhlaðin miðað við skráningarskírteini er á bilinu 20.00 til 100.00 kr. eftir alvarleika brotsins.

Fjórir bílar ættu að missa skráningu á sætum

Á vef FÍB eru einnig skoðaðir nokkrir rafbílar sem eru áberandi hér á landi. Þar segir t.d. að Tesla árgerð 2021 af Model 3 komi verst út með 96 kg í yfirvigt miðað við ökumann og fjóra farþega.

„Alls eru fjórir af tólf rafbílum á listanum sem standast ekki reglugerð Samgönguráðuneytisins og ættu í raun að missa skráningu á einu til tveimur sætum. Sé miðað við rauntölur um þyngd Íslendinga þá eru sjö bílar af tólf yfir burðargetu," en í þessum tölum hefur ekki verið tekið tillit til farangurs eða annarrar hleðslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert