Malbika beygjuramp við Kauptún

Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 08:00 til kl. …
Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 08:00 til kl. 15:00. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Í fyrramálið er stefnt á að malbika beygjuramp við Kauptún niður á Reykjanesbraut.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greinir frá því á Facebook að rampinum verður lokað og hámarkshraði lækkaður framhjá framkvæmdasvæðinu. Þá verða viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 08:00 til kl. 15:00. Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við framkvæmdasvæðið.

mbl.is