Malbika Bústaðaveg annað kvöld

Frá Bústaðavegi.
Frá Bústaðavegi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vegagerðin hefur gefið heimild til tveggja malbikunarframkvæmda á morgun, ef veður leyfir.

Á morgun er stefnt að því að malbika beygjuramp við Kauptún niður á Reykjanesbraut. Kemur fram í tilkynningu að rampinum verður lokað og hámarkshraði lækkaður framhjá framkvæmdasvæðinu. Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 08.00 – kl. 15.00.

Annað kvöld og aðfaranótt þriðjudags er stefnt á að fræsa og malbika báðar akreinar á Bústaðavegi í suðurátt. Veginum verður lokað og hámarkshraði lækkaður framhjá framkvæmdasvæðinu. Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 19:00 til kl. 07:00.

Vegagerðin biður vegfarendur um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.

mbl.is

Bloggað um fréttina