Útkall vegna slasaðs manns við Fagradalsfjall

Björgunarsveitin í Grindavík er orðin ansi sjóuð í útköllum við …
Björgunarsveitin í Grindavík er orðin ansi sjóuð í útköllum við Fagradalsfjall. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um hádegi í dag var björgunarsveitin í Grindavík kölluð til við Fagradalsfjall vegna eldri manns sem hafði slasast við göngu á svæðinu.

Þetta staðfestir Davíð Már Bjarna­son, upp­lýs­inga­full­trúi Lands­bjarg­ar, í samtali við mbl.is.

Tveir hópar sóttu manninn ásamt sjúkraflutningamönnum og flutti hann í sjúkrabíl. Davíð segir björgunarsveitina í Grindavík orðin vana slíkum útköllum og því gekk vel að flytja manninn.

Hann segir að engin útköll  hafi orðið það sem af er degi vegna veðurs á austanverðu landinu en gular veðurviðvaranir gilda til morguns. 

Björgunarsveitir voru kallaðir seint í gærkvöldi vegna fólks sem festi bílinn sinn í Markafljóti á Fjallabaksleið syðri. Þá var útkall í tvígang í nótt og í morgun vegna fastra bíla á hálendinu. 

mbl.is