Dæmdur fyrir innflutning á amfetamínbasa

Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness.
Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness. mbl.is/Ófeigur

Erlendur karlmaður, Marek Piotr Wegrzyn, hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir innflutning á 950 ml af amfetamínbasa með 35% styrkleika en maðurinn flutti þau hingað til lands í glerflösku með flugi frá Varsjá í apríl.

Maðurinn játaði afdráttarlaust sök í málinu og var dæmt í málinu samkvæmt því og í samræmi við rannsóknargögn. Samkvæmt matsgerð sem lögð var fyrir dóminn hefði mátt framleið um 2,1 kg af amfetamíni með 14% styrk með þeim efnum sem maðurinn flutti inn.

Ekkert kom fram við meðferð málsins hvort maðurinn væri eigandi efnanna eða hvort hann hefði tekið þátt í skipulagningu innflutningsins.

Maðurinn hefur setið í varðhaldi frá 25. apríl og dregst það frá refsivist hans.

mbl.is