Fækkar um 10 hjá útgefanda Fréttablaðsins

Fréttablaðið.
Fréttablaðið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fimm starfsmönnum hefur verið sagt upp og aðrir fimm hafa sagt starfi sínu lausu innan útgáfufyrirtækisins Torgs ehf. Heimildir Morgunblaðsins herma að uppsagnirnar hafi meðal annars verið innan auglýsinga- og tæknideildar. Kolbrúnu Bergþórsdóttur, blaðamanni og leiðarahöfundi, var sagt upp um síðastliðin mánaðamót. Að henni frátalinni hefur engum blaðamanni verið sagt upp. Tveir til þrír blaðamenn hafa þó sagt upp sjálfir og ekki verður endurráðið í þau störf.

Samhliða þessu hefur menning, dægurmálaumfjöllun ýmiskonar og helgarblað verið sameinuð í eina deild. „Þetta eru breytingar sem mér þótti sjálfsagt að gera. Þessar aðgerðir fela í sér ýmiskonar samlegðaráhrif og ættu að skila sér í hagræðingu í rekstri blaðsins,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert