Hækkun setur viðmið í viðræðum

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsamband Íslands.
Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsamband Íslands.

Vísitölubundnar hækkanir á launum kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna ríkisins, sem komu til framkvæmda nú um mánaðamótin og eru að jafnaði 60 til 100 þús. kr. á mann, gefa tóninn fyrir kjaraviðræður haustsins. Þetta segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, 1. varaforseti ASÍ og formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.

Laun umrædds hóps ráðast nú af þróun verðlags á hverjum tíma, eftir að kjararáð var lagt niður árið 2018. Síðan þá hafa stjórnmálamenn og efsta lag stjórnsýslu að mati Kristjáns Þórðar „fleytt rjómann af öllu launaskriði á vinnumarkaði,“ eins og hann kemst að orði.

Launahækkanirnar nú segir varaforseti ASÍ sýna hvert svigrúm hins opinbera í efnahagsmálum sé. Horft til síðustu kjarasamninga sé ljóst að ráðherrar taki nú út launahækkanir síðustu þriggja ára hjá almennu launafólki á einu bretti, í krónum talið. „Við munum horfa til þróunar síðustu ára og taka mið af því. Við sjáum að kaupmáttur launa dregst saman núna sökum hárrar verðbólgu,“ segir Kristján Þórður og bendir þar á stríðið í Úkraínu, hækkun á verði innflutningsvara og húsnæðisskort sem orsakaþætti. Því hafi útgjöld heimilanna aukist mikið að undanförnu, bæði vegna hækkunar vöruverðs og vaxtagjalda.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »