Mögulegt að héraðsdómarar víki sæti

Frá Héraðsdómi Reykjavíkur.
Frá Héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Líklegt er að héraðsdómarar víki sæti og að svokallaðir setudómarar verði skipaðir í héraðsdómstól, fari Dómarafélag Íslands í mál við ríkið um meint ofgreidd laun 260 opinberra starfsmanna yfir þriggja ára tímabil.

Fordæmi er fyrir slíku frá árinu 2006 í máli héraðsdómarans Guðjóns S. Marteinssonar gegn íslenska ríkinu, þegar deilt var um laun dómarans. Þá viku allir dómarar Héraðsdóms Reykjavíkur sæti í málinu og tók forseti lagadeildar Háskóla Íslands sæti í dómnum auk tveggja lagaprófessora úr Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík.

Það er einhugur í stjórn Dómarafélags Íslands um að meint leiðrétting á launum 260 opinberra starfsmanna, þar á meðal dómara, sé ólögmæt. Kjartan Björgvinsson, formaður Dómarafélagsins, segir að um sé að ræða kjaraskerðingu en ekki leiðréttingu á launum.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert