Reyndi að brenna arfa en kveikti í klæðningu

Kalla þurfti til slökkviliðsins í dag vegna elds undir klæðningu …
Kalla þurfti til slökkviliðsins í dag vegna elds undir klæðningu á húsi. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Kalla þurfti til slökkvilið síðdegis í dag þegar eldur kviknaði undir klæðningu í húsi á höfuðborgarsvæðinu.

Eldurinn kviknaði þegar íbúi í húsinu var að reyna brenna burt arfa og illgresi með gaslampa við húsið. 

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu þurfti að rífa töluvert af klæðningunni af húsinu til að komast í glóðir. Segir slökkviliðið að mikilvægt hafi verið að komast í glóðina til að tryggja að eldurinn myndi ekki kvikna að nýju eða dreifa sér um húsið.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu gekk vel að slökkva eldinn og tók það ekki langan tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert