Fært um allt Fjallabak syðra

Vegur F210 um Mælifellssand er meðal þeirra kafla sem opnaðir …
Vegur F210 um Mælifellssand er meðal þeirra kafla sem opnaðir voru í dag. mbl.is/RAX

Vegagerðin hefur opnað fyrir umferð um alla vegi sem teljast til Fjallabaks syðra og er það nú orðið fært áður en búið er að opna fyrir umferð um síðasta hluta Fjallabaks nyrðra, í kringum Eldgjá.

Í dag opnaði Vegagerðin veg F233 um Álftavatnakrók og þann hluta af vegi F210 sem fer um Mælifellssand (Snæbýli-Emstrur). Þá er einnig opið um veg F232 sem jafnan gengur undir nafninu Öldufellsleið.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að beðið sé upplýsinga um þann kafla á Fjallabaki nyrðra og að Langasjó sem enn er lokaður.

Frekari upplýsingar um færð á fjallvegum má finna á vef Vegagerðarinnar.

mbl.is