Festist á milli palla í hjólabrettagarði

Ungur drengur festist á milli palla í hjólabrettagarði í Grafarvogi um hálftólfleytið í dag.

Að sögn varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var málið leyst mjög auðveldlega með því að færa pallana í sundur.

Drengurinn slasaðist ekki við óhappið, að sögn varðstjórans.

mbl.is