Gert við bilun hjá SaltPay

Snertilaus kortaviðskipti trufluðust fyrir suma síðdegis.
Snertilaus kortaviðskipti trufluðust fyrir suma síðdegis.

Ýmsir notendur MasterCard korta frá Íslandsbanka urðu fyrir óþægindum síðdegis í dag vegna bilunar í tölvubúnaði hjá SaltPay. Að sögn fyrirtækisins á allt að vera komið í samt lag og viðskiptavinir beðnir afsökunar á ómakinu.

Bilunin lýsti sér í því að kortanotendur gátu fengið höfnun við snertilausa afgreiðslu, en það átti t.d. ekki við þá sem hafa kortið í snjallsímanum. Bilunin stóð yfir í um klukkustund áður en sérfræðingar SaltPay náðu að uppræta hana, svo vonir standa til að hún hafi ekki haft áhrif á marga viðskiptavini.

mbl.is