Lögreglan eigi ekki að vera vopnuð

Fjölnir segist ekki vera hlynntur því að lögregla sé búin …
Fjölnir segist ekki vera hlynntur því að lögregla sé búin skotvopnum. mbl.is/Ari

„Það er mín skoðun og Landssambands lögreglumanna að við viljum ekki að lögreglumenn gangi um vopnaðir alla daga, það er nóg að sérsveitin geri það,“ segir Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, spurður um aukningu vopnaútkalla. 

Vopnuð útköll hafa verið 154 það sem af er ári, sem er metfjöldi. Fjölnir segir að það yrði stórt skref ef lögreglan á Íslandi myndi ganga með skotvopn og því hafa lörgeglumenn kallað eftir því að geta gengið með rafbyssur. Það er enn í skoðun hjá dómsmálaráðuneytinu.

Lögreglan sé ekki nógu vel mönnuð

Fjölnir telur að möguleiki sé á því að lögreglan sé ekki nógu vel mönnuð og því þurfi sérsveitin oftar að stíga inn í mál. „Ef það er vopnað útkall þá er sérsveitin kölluð til. En ef það gerist úti á landi, þá er langt í sveitina,“ segir hann. 

Raunin er sú að lögreglan á Íslandi er víða vopnuð, þótt hún gangi ekki með vopn á sér. Lögreglubílar menntaðra lögreglumanna eru þá búnir læstum vopnaskápum með skammbyssum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert