Notkun skotvopna eykst

Sérsveit RLS að störfum. Hún er kölluð til þegar vopn …
Sérsveit RLS að störfum. Hún er kölluð til þegar vopn er á vettvangi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra, segir Ísland eiga í stöðugu samtali við hin norrænu löndin þar sem „auðvitað“ sé rætt hvað sé hægt að gera til að fyrirbyggja voðaverk líkt og skotárásirnar sem hafa nýlega átt sér stað í bæði Osló og Kaupmannahöfn.

„Það er þó samtal sem er stærra en bara um viðbrögð lögreglu og snýr að samfélagsmálum eins og vopnalöggjöf til dæmis,“ bætir Gunnar við.

Vopnaútköll hjá sérsveit ríkislögreglustjóra hafa aldrei verið fleiri en fyrstu sex mánuði þessa árs. Gunnar segir um 60% vopnatengdra útkalla vera vegna hnífs. Hins vegar sé vissulega aukning í notkun skotvopna og áhættumat lögreglu því í sífelldri endurskoðun. Þá eru æfðar viðbragðsáætlanir til staðar.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert