Þriðjungur Íslendinga trúir á álfa

Álfhóll við Álfhólsveg,
Álfhóll við Álfhólsveg, mbl.is/Eggert Jóhannesson

31 prósent Íslendinga trúir á álfa, á meðan 57 prósent segjast ekki gera það. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Prósents.

Ellefu prósent svarenda sögðust ekki vita hvort þau tryðu á álfa, að því er Fréttablaðið greinir frá.

Mun fleiri konur trúa á álfa en karlar, eða 44 prósent kvenna á móti 27 prósentum karla. Miðaldra og eldra fólk trúir jafnframt frekar á álfa en yngra fólk.

Marktækt fleiri íbúar á landsbyggðinni trúa á álfa en á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is